Konur á Akureyri og nágrenni sem leita þurfa læknis vegna gruns um brjóstakrabbamein þurfa að ferðast til Reykjavíkur þar sem engin læknir sinnir nú klínískum brjóstaskoðunum á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Vísa þarf öllum konum til Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands í Reykjavík þar sem biðtíminn getur orðið allt að þrír mánuðir.
Undanfarin ár hafa um 25 konur komið til nánari skoðunar á hverjum mánuði á SAk. Því má ætla að um 300 konur á hverju ári gætu þurft að gera sér ferð til Reykjavíkur með tilheyrandi kostnaði.
Nánar er fjallað um málið í prentúgáfu Vikudags sem kemur út í dag þar sem rætt er við Þorbjörgu Ingvadóttur formann Krabbameinsfélags Akureyrar og Hildigunni Svavarsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri