Um 30 kjötiðnaðarmenn hafa útskrifast á átta árum

Mynd úr safni
Mynd úr safni

Góð aðsókn hefur verið í kjötiðnaðarnám í Verkmenntaskólanun á Akureyri undanfarin ár. Frá því kennsla hófst aftur í greininni við
skólann árið 2008 hafa hátt í 30 nemendur útskrifast. Námið lá niðri í 10 ár á Akureyri en Menntaskólinn í Kópavogi er móðurskólinn þegar kemur að kjötiðnaðarnámi og þangað fóru flestir nemendur til að klára námið.

Kjötiðnarnám hefur verið talsvert í umræðunni undanfarna daga eftir að greint frá því að kennurum í kjötiðn í MK hafi verið sagt upp um áramótin þar sem enginn sótti um námið. Eðvald Sveinn Valgarðsson, kjötiðnaðarmeistari og framhaldsskólakennari á matvælabraut í VMA, er brautarstjóri kjötiðnaðarnámsins. Hann segir að þrátt fyrir dræma aðsókn í námið fyrir sunnan, sé staðan mun betri norðan heiða en rætt er við Eðvald í prentútgáfu Vikudags.

-Vikudagur, 14, janúar

Nýjast