Engin kennsla er í grunnskólum landsins í dag vegna kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaganna. Um 2.600 grunnskólabörn sitja því heima á Akureyri í dag. Kennarar á Akureyri hafa boðað til samstöðufundar að Lóni kl. 10:00. Félag grunnskólakennara hefur boðað vinnustöðvun dagana, 15., 21. og 27. maí hafi samningar ekki tekist.