„Bjargráðasjóður mun taka öll þessi mál til skoðunar en það er sennilegt að ekki fái allir þær bætur sem þeir óska eftir," segir Bjarni. Hann segir t.d. ljóst að Bjargráðasjóður bæti ekki tjón á landi nema um ræktað land sé að ræða. Þá telur Bjarni að skemmdir sem orðið hafa vegna úrrennslis úr vegum, t.d. heimreiða, fáist varla bætt. Öðru máli gegni um girðingar og ræktað land, skemmdir á þeim muni fást bættar sem og tjón á skepnum og áhöldum ef skepnurnar eru ekki tryggðar annars staðar. „En Bjargráðasjóður mun skoða þessi mál öll og tekur ákvörðun um hvað fæst bætt og hvað ekki," sagði Bjarni. Nánar er fjallað um þetta mál í Vikudegi í dag.