16. apríl, 2007 - 17:03
Fréttir
Um 20 þúsund þorskseiði voru á dögunum flutt í eldiskvíar Brims fiskeldis ehf. sem eru skammt norðan Akureyrar. Að sögn Sævars Þórs Ásgeirssonar hjá Brimi eru seiðin um 90 grömm að þyngd og reiknað er með að eftir tveggja ára eldi verði þau vaxin í að vera 2 - 2,5 kg fiskar. Seiðin eru fengin frá Nauteyri við Ísafjarðardjúp, þau voru veidd í hafinu sl. haust og voru þá 5 grömm að þyngd og síðan þá hafa þau verið vanin á að taka þurrfóður.