Um 160 nemendur brautskráðir frá VMA annan laugardag

Brautskráning nemenda frá Verkmenntaskólanum á Akureyri fer fram laugardaginn 23. maí nk. kl. 10.00. Alls verða brautskráðir um 160 nemendur að þessu sinni, heldur fleiri en síðustu ár. Einhver óánægja hefur verið meðal nemenda, þar sem þeir töldu að aðeins fengju tveir gestir að fylgja hverjum nemenda á brautskráningu. Þetta mun ekki rétt, samkvæmt upplýsingum Hjalta Jóns Sveinssonar skólameistara og er fjórum gestum boðið að fylgja hverjum nemenda eins og venjulega.  

"Reyndar eru nemendur aðeins fleiri en síðustu ár eða 160. Þess vegna munum við bregða á það ráð að hafa beina útsendingu á stóra tjaldinu okkar í salnum í M01 fyrir þá sem ekki geta verið í Gryfjunni," segir Hjalti Jón, sem heldur fund með nemendum í dag. "Í umræðunni var að hafa útskriftina í Höllinni að þessu sinn en því fylgir mjög mikill kostnaður, einkun vegna þess að við verðum ekki með neina veislu þar um kvöldið. Síðan við hættum því, vegna þess að ekki er samstaða um það meðal nemenda, höfum við haft athöfnina hér, sem hefur gefist mjög vel," segir Hjalti Jón.

Nýjast