Það er fyrrum stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Bernharður Wilkinson, sem hefur tekið að sér að stjórna þessari risasveit á tónleikunum í kvöld. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. Í maí næstkomandi fara Stórsveit og Grunnsveit Tónlistarskólans á Akureyri í heimsókn til Færeyja til að spila á færeyskri tónlistarhátíð. Þar mun Stórsveitin spila í Norræna húsinu í Þórshöfn með færeyskri jazz-sveit og Grunnsveitin spilar svo með sambærilegri færeyskri sveit.