Silfurleikar ÍR í frjálsum íþróttum fóru fram í Reykjavík um helgina. Unglingar frá 11 - 17 ára keppa á mótinu og sendi UFA 25 keppendur til leiks. Krakkarnir stóð sig frábærlega og hlaut UFA flest gullverðlaun allra liða á mótinu, alls 18. Í heildina hlaut UFA 38 verðlaun, 18 gull, 13 silfur og 7 bronsverðlaun.