Hún er bæði með ungling og yngri börn og reynir að vera með létta rétti sem öllum í fjölskyldunni þykja góðir og þessi réttur er einmitt þannig. Það er eins með marengstertuna sem öllum finnst ómissandi og er ekkert aðfangadagskvöld eða afmæli án kökunnar.
Tyrkneskur kjúklingur
3 - 4 kjúklingabringur
salt
4 msk ólífuolía
1 laukur
1 græn paprika
1 rauð paprika
1 kúrbítur
200 g belgbaunir - má sleppa
250 gr meðalstórar kartöflur
400 g niðursoðnir tómatar (1 dós )
1 tsk timian
1 ¼ dl grænmetissoð - má sleppa
1 dós sýrður rjómi
2 hvítlauksrif
safi úr einni sítrónu
smá steinselja
Þvoið og þerrið kjúklingabringurnar og kryddið með salti. Steikið kjúklingin í olíunni og takið hann síðan af. Saxið laukinn og léttsteikið á pönnunni þar til hann er glær. Skerið paprikur í bita og bætið þeim út í. Skerið kúrbítinn í fjóra hluta langsum, takið kjarnarnn úr og skerið hverja lengju í þrjá bita. Skerið flysjaðar kartöflur í bita. Látið kúrbít baunir og kartöflur á pönnuna og látið krauma stutta stund. Látið tómatana ásamt safa í matarkvörn eða merjið þá og látið ásamt timjani og grænmetissoði út á pönnuna. Hrærið í. Hellið sósunni ásamt grænmeti í smurt, ofnfast fat og raðið kjúklingabitunum ofan á. Leggið lok eða álpappír yfir fatið og bakið við 180°C í 30 - 40 mínútur. Merjið hvítlaukinn. Blandið saman sýrðum rjóma, hvítlauk salti sítrónusafa og steinselju. Raðið kjúklingabitunum á mitt fatið og ýtið grænmetinu til hliðanna, hellið sósunni yfir grænmetið og berið fram strax.
Uppskriftin er fyrir 4 - undirbúningur 30 mínútur - bökunartími 40 mín.
Með þessu er gott að hafa pasta þá gjarnan spelt pasta, ferskt salat og/eða speltbrauð.
Speltbrauð: 350 g speltmjöl, 75 g sesamfræ eða annað korn, 2 msk kúmen, 3 msk vínsteinslyftiduft, 1 tsk salt, 0,4 dl volgt vatn. Hrærið allt saman með sleif, setjið í form og bakið við 190 °C í 1.klst. Gott er að tvöfalda þessa uppskrift.
Marengsterta
4 eggjahvítur
200 g sykur
70 g kornflex
1/2 tsk lyftiduft
1/2 l rjómi
100 g suðusúkkulaði
1 dós niðursoðnar ferskjur eða ferskir ávextir t.d. jarðaber og bláber
Stífþeytið eggjahvíturnar. Bætið sykri út í og þeytið vel. Myljið kornflögur og hrærið varlega saman við eggjahvíturnar ásamt lyftidufti. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu. Teiknið tvo hringi á pappírinn, um 23-25 sm í þvermál, þ.e. stærð matardisks. Skiptið deiginu í tvennt og smyrjið á hringina. Bakið í 150° C heitum ofni í klukkutíma. Kælið botnana á rist.
Þeytið rjómann. Saxið súkkulaðið og blandið varlega saman við rjómann ásamt ávöxtum eða berjum. Setjið rjómann á milli botnanna.
Svanhildur skorar á vinkonu sína Halldóru Skúladóttur hjúkrunarfræðing fyrir næsta blað sem hún segir alltaf svo myndarlega í eldhúsinu.