07. febrúar, 2010 - 09:33
Fréttir
KA fékk Þrótt Reykjavík í heimsókn í KA- heimilið í gær í bæði karla- og kvennaflokki á
Íslandsmótinu í blaki. Í karlaflokki sigraði KA 3:1 og steig í leiðinni stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum en
liðið er nú efst í deildinni með 16 stig þegar þrjár umferðir eru eftir, sex stigum á undan HK sem er í öðru sæti. Piotr
Kempisty var stigahæstur hjá KA í leiknum með 24 stig.
Í kvennaflokki hafði KA einnig betur gegn Þrótti þar sem lokatölur urðu 3:2 sigur heimastúlkna. Auður Anna Jónsdóttir var
stigahæst í liði KA með 20 stig. KA er í 4. sæti deildarinnar með tólf stig og er nær öruggt í úrslitakeppnina.