22. maí, 2007 - 19:39
Fréttir
Dómar yfir tveimur mönnum sem sem sakaðir voru um þjófnað á Akureyri í febrúar sl. voru kveðnir upp í dag. Báðir hlutu mennirnir skilorðsbundna fangelsisdóma. Annar þeirra stal jakka úr verslun við Hafnarstræti að verðmæti 8.900 krónur og var sá dæmdur í 45 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára.
Hinn braust inn í Nettó á Glerártorgi og komst í peningakassa verslunarinnar. Stal hann úr honum 694 þúsund krónum. Maðurinn hlaut tveggja mánaða fangelsisdóm en hann fellur niður haldi maðurinn skilorð í þrjú ár. Þá greiði hann 90 þúsund til verjanda síns.