Knattspyrnudeild KA hefur gert samning við ungverska knattspyrnumanninn David Diztl um að leika með liðinu í sumar. Einnig hefur KA gert samning við enska leikmanninn Darren Lough og kemur hann frá Newcastle. Líklegt er að Darren verði í leikmannahópi KA þegar liðið sækir ÍR heim á morgun laugardag, í fyrsta leik Íslandsmótsins í knattspyrnu 1. deild. Það fer þó eftir því hvort félagsskipti hans ganga í geng fyrir þann tíma. Diztl er væntanlegur til landsins í dag en hann verður ekki með gegn ÍR á morgun. Diztl, sem er 27 ára gamall, þekkir vel til hjá KA en hann lék með liðinu árin 2009 og 2010, lék alls 46 leiki með KA og skoraði 26 mörk. Á síðasta tímabili lék Diztl með Þór í úrvalsdeildinni. Darren Lough er 23 ára og hann á að baki marga leiki með unglingaliðum og varaliði enska úrvalsdeildarliðsins.