Að sögn Guðnýjar Steinsdóttur, markaðsstjóra MS, var meiri þátttaka í keppninni nú en undanfarin ár og bárust 1300 teikningar frá 74 skólum alls staðar að af landinu. Tíu nemendum eru veittar viðurkenningar fyrir teikningar sínar að loknu vali á úrtaki mynda sem lagt var fyrir menntamálaráðherra, sem jafnframt er formaður dómnefndar. Tveir nemendur Hrafnagilsskóla fengu viðurkenningu, Elísabet Eir Óttarsdóttir og Jakob Ernfelt Jóhannesson. Aðrir vinningshafar eru; Auður Mist Halldórsdóttir Vesturbæjarskóla; Logi ÁrnasonVogaskóla; Bjarki Þór Hermannsson, Ölduselsskóla; Camilla Anna Patriarca, Fellaskóla; Iðunn Gigja Kristjánsdóttir, Háteigsskóla; Kamilla Mist Gísladóttir, Húsaskóla; Arna Valdís Björgvinsdóttir, Snælandsskóla og Æsa Katrín Sigmundsdóttir, Brúarásskóla.
Markmið keppninnar er að vekja athygli á mikilvægu hlutverki mjólkur í daglegu mataræði barna. Neysla mjólkur hefur aukist í grunnskólum á undanförnum árum, sem m.a. má rekja til mjólkurkælivéla sem víða hafa verið settar upp í skólunum.
Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn er haldinn að undirlagi Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO. Að því tilefni, sem fyrr segir, fer árlega fram hér á landi teiknisamkeppni meðal nemanda í fjórða bekk í grunnskólum landsins. Eru verðlaunateikningarnar notaðar á veggspjöld og annað kynningarefni vegna Skólamjólkurdagsins sem fram fer í september ár hvert. Hver verðlaunahafanna fær 25 þúsund krónur, sem renna óskiptar í bekkjarsjóð viðkomandi. Vinningsteikningarnar verða senn aðgengilegar á vefslóðinni http://www.ms.is/.