Tveir fórust í flugslysinu
Tveir þeirra þriggja sem voru um borð í Flugvél Mýflugs er brotlenti við kvartmílubrautina ofan Akureyrar, eru látnir. Þriðji maðurinn slasaðist minniháttar.
Lögreglan á Akureyri og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka slysið.
Fjöldahjálparmiðstöð hefur verið opnuð í Glerárkirkju á Akureyri. Þeir sem telja sig þurfa á sálrænum stuðningi að halda vegna slyssins geta leitað þangað. Einnig er hægt að hringja í hjálparsíma Rauða krossins 1717, sem opinn er allan sólarhringinn.