Tveir voru fluttir á slysadeild Sjúkrahússins á Akureyri vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kom upp í tauþurrkara í íbúð á Akureyri í gærkvöld. Slökkvilið Akureyrar var kallað út að fjórbýlishúsi við Skessugil laust fyrir klukkan hálf tólf. Kviknað hafði í þurrkara í geymslu inn af forstofu í íbúð í húsinu. Reykskynjari hafði farið í gang og tókst íbúum að slökkva eldinn með duftslökkvitæki. Talsverðar skemmdur urðu á húsnæðinu vegna reyks og dufts, segir á vef RÚV.