18. september, 2007 - 08:27
Fréttir
Þeir hafa ekki hugsað dæmið til enda, sautján ára piltarnir tveir sem lögreglan á Akureyri stöðvaði í kappakstri á götum bæjarins í gærkvöld. Hraði bifreiða piltanna tveggja mældist yfir 100 km þegar mest var. Piltarnir eru báðir 17 ára og með ný ökuskírteini frá því í sumar. Þeir eiga von á háum fjársektum. Þar sem drengirnir eru með bráðabirgðaskírteini verða þeir að auki settir í ótímabundið akstursbann og fá ekki ökuskírteini aftur fyrr en þeir hafa sótt sérstakt námskeið og tekið ökuprófið að nýju.