Tveir á sjúkrahús eftir árekstur

Tveir ungir menn voru fluttir á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri í nótt eftir harðan árekstur á Borgarbraut, rétt austan við Dalsbraut. Ekki er vitað hver var orsökin en bifreið mannanna hafnaði á ljósastaur. Meiðsli annars mannsins voru á hálsi og talin alvarleg og bifreiðina þurfti að taka að vettvangi með kranabifreið.

Nýjast