Tveggja daga sjómannadagshátíð
Í dag, laugardag verður glæsileg fjölskyldudagskrá að Hömrum sem hefst klukkan 13með fótboltamóti og klukkan 14 mun leikkonan Jana María Guðmundsdóttir setjahátíðina og slá á létta strengi. Mikki refur og Lilli klifurmús mæta á svæðið, Súkkulaðikarlarnir kæta börnin, Gulliver geislabaugur stjórnar brekkusöng og fleira skemmtilegt fyrir börnin. Sjómenn munu takast á í reiptogi, koddaslag, átkeppni, bumbubolta og fleira sem gleður augað. Flogið verður yfir svæðið og dreift karamellum.
Í dag verður einnig bryggjustemning í Sandgerðisbót og við Pollinn, þar sem kynntar verða skútur, Bryggudorgskeppni að
Torfunefsbryggju og klukkan 16 verður sigling með Húna II til heiðurs Á stefánssyni skipstjóra.
Á morgun, sunnudag, sjálfan sjómannadaginn verður hefðbundinn hátíðardagskrá við Pollinn og í og við Menningarhúsið Hof
sem hefst klukkan 14 með ræðuhöldum og veittar verða viðurkenningar.
Róðrakeppni hefst klukkan 15 og er mikil stemming fyrir þeirri keppni og hafa æfingar staðið yfir í hrollköldu íslensku vorveðri. Fulltrúar frá Þór og KA munu takast á undir styrkri stjórn og dómgæslu Torfa Ólafssonar kraftakarls með meiru. Einnig verður á svæðinu tæki þar sem áhugasamir geta mælt hversu handsterkir þeir eru og ætti enginn að láta þetta tækifæri fram hjá sér fara!
Eigendur smábátar munu sigla saman á Pollinn, kynning verður á siglingum Siglingaklúbbsins Nökkva, Köfunarskóla Norðurlands, boðið verður upp á siglingu um Pollinn með Húna II og heppnir gestir hátíðarinnar munu fara með hraðbáti að sjóflugvél Armgríms Jóhannssonar flugkappa og fara í flugferð.
Í Menningarhúsinu Hofi verður sjóarastemning með harmonikkutónlist, neðansjávarljósmyndum Erlendar Guðmundssonar og Gísla A. Guðmundssonar og fl.
Þetta er aðeins brotabrot af því sem boðið verður upp á um helgina en nánari upplýsingar um dagskrána er að finna á www.akureyri.is