Tveggja ára stúlka flutt á sjúkrahús með brunasár

Tveggja ára göm­ul stúlka brennd­ist á heit­um vökva í heima­húsi í Öxarf­irði í gær og var flutt á Sjúkra­húsið á Ak­ur­eyri til aðhlynn­ing­ar. Frá þessu er greint á mbl.is. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá vakt­haf­andi lækni á sjúkra­hús­inu var búið um bruna­sár­in en þau reynd­ust ekki jafn al­var­leg og í fyrstu var talið. Ekki þurfti að leggja stúlk­una inn á sjúkra­hús en hún verður und­ir eft­ir­liti lækna á næst­unni.

Frétt mbl.is

Nýjast