Tveggja ára gömul stúlka brenndist á heitum vökva í heimahúsi í Öxarfirði í gær og var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. Frá þessu er greint á mbl.is. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á sjúkrahúsinu var búið um brunasárin en þau reyndust ekki jafn alvarleg og í fyrstu var talið. Ekki þurfti að leggja stúlkuna inn á sjúkrahús en hún verður undir eftirliti lækna á næstunni.