19. mars, 2007 - 10:36
Fréttir
Tryggvi Tryggvason, vélsleðamaðurinn sem lenti í snjóflóði í Hlíðarfjalli 21. janúar sl., er nú kominn í endurhæfingu og er á góðum batavegi. Hann sagði í samtali við Vikudag að ekki væri ljóst hvort hann næði sér alveg að fullu né hvenær hann fari heim af sjúkrahúsi. Tryggvi grófst tvo metra undir snjó þegar hann lenti í flóðinu, en sagði óhætt að segja að snjóflóðaýlir sem hann hafði nýlega fengið hafi bjargað lífi sínu. Án hans hefðu félagar hans ekki fundið hann fyrr en of seint. Þegar Tryggvi fannst hafði hann lent í hjartastoppi og súrefnisskorti og var því tvísýnt um líf hans á tímabili, en nú hefur hann hafið endurhæfingu. „Ég þarf að endurbyggja upp vöðvana í líkamanum, þeir rýrnuðu mikið af því að ég var svo lengi í öndunarvél, eða í tæpar tvær vikur. Taugakerfið er líka eitthvað að stríða mér," sagði Tryggvi. Hann sagðist ekkert muna eftir slysinu en vildi hins vegar koma á framfæri innilegum þökkum til félaga sinna og allra þeirra sem komu að björgun hans.