Tryggja þarf rekstur Lautarinnar

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt aukafjárveitingu að upphæð 3.707.760 kr. til að tryggja rekstur Lautarinnar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir, út árið en rekstrarsamningurinn rann út í lok ágúst. Félagsmálaráð telur brýnt að lausn verði fundin á rekstri Lautarinnar til framtíðar og hefur falið formanni félagsmálaráðs og framkvæmdastjóra búsetudeildar að vinna málið áfram. Bæjarráð tekur undir sjónarmið félagsmálaráði um að brýnt sé að finna varanlega lausn á rekstrinum.

Nýjast