Trúðanámskeið fyrir áhuga- leikara á aldrinum 18-99 ára

Í tengslum við sýningar á barna - og fjölskyldusýningunni Bláa gullinu mun Sólveig Guðmundsdóttir leikkona halda trúðanámskeið í  fyrir áhugaleikara á aldrinum 18 til 99 ára. Farið verður í undirstöðuatriði í trúðleik, þátttakendur fá að skapa sinn eigin trúð og í gegnum leik og spuna vinna stutt spunaverk þar sem trúðurinn lifnar við.  

Námskeiðið verður kennt í Hofi:

Mánudaginn 24. jan kl. 17.00 til 20.00

Miðvikudaginn 26. jan. kl 19.00 til 22.00

Fimmtudaginn 27. jan kl. 17.00 til 20.00

  • Verð kr. 12.000
  • Innifalið í verði er aðgangur að sýningunni Bláa gullið - 26. janúar kl. 17.00
  • Skráning í síma 6611492 og á netfang: opidut@gmail.com
  • Athugið aðeins 14 pláss í boði.

Sólveig lærði leiklist í Bretlandi og hefur m.a. leikið í Meistaranum og Margaritu, Gunnlaðar sögu og Svörtum fugli í Hafnarfjarðarleikhúsinu, Horn á höfði með GRAL o.fl. Hún lærði trúðatækni hjá Angelu De Castro og  Rafael Bienchiotto.  Sólveig var m.a. aðstoðarleikstjóri Rafaels við uppsetningu á Dauðasyndunum sem sett var upp í Borgarleikhúsinu og  við Þrettándakvöld sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu. Hún hefur kennt við Leynileikhúsið síðan árið 2004.

Nýjast