Trjágróður skemmdist og trampólín fuku í hvassviðrinu í nótt

Töluverðar skemmdir urðu á trjágróðri í hvassviðrinu á Akureyri í nótt. Bæði var um að trjágreinar hefðu brotnað og einnig að tré hefðu rifnað upp með rótum.  

Þá var nokkuð um að trampólín hefðu fokið á milli garða, enda nóg af þeim í bænum. Dúkur losnaði á þaki dvalarheimilisins Hlíðar og þá féll aurskriða á Öxnadalsheiði, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Engin slys urðu á fólki í hvassviðrinu í nótt svo vitað sé.

Nýjast