Lögreglan á Akureyri hafði afskipti af tveimur trillukörlum í höfninni í Sandgerðisbót sl. sunnudag, en þeir voru grunaðir um að hafa stolið þorski úr eldiskvíum Brims norðan við Krossanes.
Til mannanna hafði sést við eldiskvíarnar skömmu áður, en Sævar Þór Ásgeirsson, sem hefur umsjón með eldiskvíunum, telur að þeir hafi orðið varir við að fylgst var með ferðum þeirra og losað sig við fiskinn sem þeir tóku úr kvíunum. Sjá nánar um málið í Vikudegi á fimmtudag.