Sérstaða og fegurð trésins í íslensku umhverfi gerir það verðugt til útnefningar. Tréð verður formlega útnefnt fimmtudaginn 24. september kl. 16:30, við hátíðlega athöfn við tréð. Mæting er við þjónustuhúsið í Kjarnakoti, en þaðan er stutt ganga að trénu.
Skógræktarfélag Íslands velur TRÉ ÁRSINS og er útnefningunni ætlað að beina sjónum almennings að því gróskumikla starfi sem unnið er um land allt í trjá- og skógrækt.