Trassa hraðamerkingar í Gilinu

Ökumenn aka gjarnan greitt um Gilið.
Ökumenn aka gjarnan greitt um Gilið.

Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, sem er með aðstöðu í Listagilinu, segir ökumenn gjarnan aka of hratt um götuna. Það sé ekki síst vegna þess að engar hraðamerkingar eru sjáanlegar en hámarkshraðinn um Gilið er 30 km. „Það vita eflaust ekki margir af 30 km hámarkshraða um Gilið, þetta er hvergi merkt og því ekki nema von að ökumenn haldi að hámarkshraðinn sé meiri. Það ekur enginn á 30 km hraða þegar hann heldur að hámarkshraði sé 50 km,“ segir Hlynur.

Hann segir að bæjaryfirvöldum hafi margoft verið bent á að setja þurfi upp hraðaskilti. „En það vefst eitthvað fyrir þeim að koma því upp,“ segir Hlynur.

Bílaumferð um Gilið er mikil en um Kaupvangsstræti fara um 6.500-7.000 bílar á sólarhring.

-þev

Nýjast