Trampólín og kerra fuku á bíla

Hvassviðrið olli tjóni á Akureyri í nótt.
Hvassviðrið olli tjóni á Akureyri í nótt.

Nóg var að gera hjá lögreglunni á Akureyri í nótt vegna hvassviðris. Tilkynnt var um sex trampólín sem fuku en nokkur af þeim lentu á húsum og/eða bílum og eitthvað var um eignartjón. Þá fauk kerra á bifreið og tilkynnt um nokkrar þakplötur sem voru við nýbyggingar sem væru að fjúka. Á Facebook síðu lögreglunnar hvetur hún fólk til þess að huga vel að lausamunum, tikynningar séu enn að berast í morgunsárið og enn sé töluvert hvasst.

Nýjast