En eruð þið ekki nokkurn veginn búnir að klára deildina, þið hafið unnið alla ykkar leiki sannfærandi?
,,Við eigum einn leik á Breiðablik og það má segja að það séu þrír mjög erfiðir leikir eftir, þannig að það er alveg sá möguleiki fyrir hendi að að klúðra þessu, við megum ekki slaka á klónni. Ef við töpum þessum leik á föstudag setjum við okkur í slæma aðstöðu og þurfum að fara í þennan erfiða útileik á móti Breiðablik með fyrsta sætið í húfi," sagði Hrafn.
Hann sagðist reikna með að hafa allan sinn mannskap tiltækan gegn Val, þrátt fyrir að ekki gangi allir fullkomlega heilir til leiks. Til dæmis á Óðinn Ásgeirsson í meiðslum en verður líklega með, ásamt því að Jón Orri Kristjánsson og Þorsteinn Húnfjörð eru tæpir vegna meiðsla.
Nú var Kewin Sowell valinn besti útlendingurinn í stjörnuleik KKÍ sem fram fór nýlega, er hann ekki besti útlendingurinn sem spilar á Íslandi núna?
,,Ég ætla ekki alveg að úttala mig um það en að mínu mati er hann klárlega langbesti sóknarleikmaður í 1.deild, en hann er langt frá því að vera fullkominn leikmaður. Hann er ekki með mikið körfuboltalegt uppeldi og er alltaf að læra og bæta sig með hverjum deginum. En ég efast ekki um að hann myndi sóma sig fyllilega vel í úrvalsdeild."