Karlaliðið keppti við Stjörnuna í gær og er skemmst frá því að segja að þeir áttu aldrei möguleika og voru undir nær allan leikin, mest 8 mörkum. Leikurinn endaði hins vegar 35-31 þar sem ágætis lokakafli bjargaði Akureyri frá stóru tapi. Varnarleikur liðsins og markvarsla voru í algjörum lamasessi í þessum leik sem sérst best á því að liðið fékk 35 mörk á sig sem varla telst gott á þeim bænum.
Stelpurnar öttu kappi við Valsstelpur sem eru, enn a.m.k., einfaldlega of sterkar fyrir þær. Niðurstaðan varð sú að Akureyri tapaði 33-23 sem er þó langt frá því að vera versta útreið liðsins í vetur.
Nánar verður fjallað um leikina í Vikudegi á miðvikudaginn nk.