Tónsmíði og spuni

Tríóið Minua.
Tríóið Minua.

Kristinn Smári Kristinsson heldur tónleika ásamt tríói sínu Minua í Akureyrkirkju á sunnudaginn kemur þann 17. ágúst. Tríóið er á ferð um landið mun, „fylla Akureyrarkirkju tregafullum spunahljóheim með tveimur gíturum og bassa klarinettu. Tónsmíðum og spuna verður ofið saman og einföldum laglínum teflt á móti fljótandi, óreiðufullum hljómum,“ segir í tilkynningu. Gítarleikarinn Kristinn Smári, sem er nýútskrifaður úr tónlistarháskólanum í Basel, skipar tróið auk þeirra Luca Aaron sem einnig leikur á gítar og Fabian Willmann bassaklarinettuleikara. Tónleikarnir hefjast kl 17:00 og er frítt inn.

 

Nýjast