Tónmennt er aðeins kennd í tveimur grunnskólum á Akureyri en erfiðlega hefur gengið að fá tónmenntakennara til starfa. Brekkuskóli og Naustaskóli eru þeir einu af sjö grunnskólum Akureyrar þar sem börn fá að njóta tónlistar. Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri á Akureyri, segir ástandið alvarlegt og það sé óásættanlegt að ekki skuli vera tónmenntakennsla í öllum skólum.
Hjörleifur Örn Jónsson, skólastjóri í Tónlistarskóla Akureyrar, segir ástandið endurspeglast í dvínandi aðsókn í Tónlistarskólanum og segir það mannréttindabrot að börn fái ekki að njóta tónlistar.
ítarlega er fjallað um málið og rætt við Soffíu Vagnsdóttur og Hjörleif Örn í prentútgáfu Vikudags.
-þev