Tónlistarveisla á Akureyri

Glæsileg tónlistarveisla verður haldin á Akureyri í lok maí og byrjun júní. Um er að ræða tónlistarhátíðina AIM Festival (Akureyri International Music Festival) sem verður nú haldin í annað sinn. Heimsfrægir tónlistarmenn taka þátt í hátíðinni. Fremstan meðal jafningja skal nefna Fernandez Fierro frá Argentínu sem mætir með 13 manna hljómsveit sína, en hún er talin besta tangóhljómsveit heims. Frá Kúbu kemur Hilario Duran sem er frægur jasspíanóleikari en hann kemur með tríó sitt. Þá koma rafhljómsveitir frá Englandi og Þýskalandi. Af innlendum tónlistarmönnum sem leika á hátíðinni má nefna Benna Hemm Hemm, Magnús Eiríksson og Blúscompaní, Kúbuband Tómasar R. Einarssonar og síðast en ekki síst Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.

Nýjast