17. september, 2009 - 12:49
Fréttir
Í vetur eru Tónlistarskólinn á Akureyri og UngmennaHús í Rósenborg möguleikamiðstöð, í tilraunaverkefni með
samstarf og fær Tónlistarskólinn til afnota kennsluaðstöðu í Rósenborg. Starfsfólk Tónak fær jafnframt aðgang að
kaffiaðstöðu og getur pantað tónleikasal eða aðra aðstöðu sem í boði er í húsinu.
Í staðinn ætlar Tónlistarskólinn að vera með fjölbreytta tónlistarviðburði í UngmennaHúsinu sem einnig bjóðast
notendum UngmennaHússins. Vonir standa til að enn frekari tækifæri skapist fyrir nemendur Tónlistarskólans að koma fram og að tengja saman
ungmennahópa og klúbba sem starfandi eru í Húsinu sem hvetja og styrkja ungt fólk til skapandi starfa.
Meginmarkmið með þessu samstarfi er:
- Auka sýnileika Tónlistarskólans
Vekja frekari áhuga ungmenna á tónlistarnámi
Fjölga viðburðum á vegum UngmennaHúss
Fjölga tækifærum ungmenna til að taka þátt í fjölbreyttu tónlistarstarfi undir handleiðslu fagfólks
Að styrkja stöðu UngmennaHúss sem miðstöð fyrir skapandi tónlistarstarf
Fyrirhuguð eru eftirfarandi verkefni:
- Jóla og vortónleikar rytmiskudeildarinnar.
Opin DVD kvöld í fyrirtaks tóngæðum og á stórum skjá.
Sameiginlegir viðburðir. S.s. tónleikar þar sem leiða saman hesta sína hljómsveitir frá Rósenborg og
tónlistarfólk frá Tónlistarskólanum.
Opnar smiðjur á þemadögum eftir því sem hægt er
Annað tilfallandi