Tónleikum rússneska söng- og dansflokks kósakka aflýst

Ekkert verður af tónleikum rússneska söng- og dansflokks kósakka, „Derzhava" sem auglýstir voru í Ketilhúsinu á Akureyri, miðvikudaginn 9. desember, vegna veikinda. Hópurinn átti að skemmta í Reykjavík í gær en þeir tónleikar féllu einnig niður. Hópurinn hefur farið víða en í honum eru fjórir karlmenn og þrjár konur og ekki er útilokað að tónleikar verði haldnir hérlendis síðar.

Nýjast