08. október, 2009 - 13:34
Fréttir
Á morgun föstudag kl. 16.00, koma nemendur Tónlistarskólans á Akureyri fram á stuttum tónleikum í Eymundsson í Hafnarstræti.
Þetta er liður í tónleikaröðinni; Tónak, te og kaffi í Eymundsson og hefur mælst mjög vel fyrir, bæði hjá nemendum
skólans og gestum kaffihússins.
Klukkutíma fyrr, eða kl. 15.00 verða vígslutónleikar nýs flygils á Dvalarheimilinu Hlíð, þar sem nemendur og
kennarar Tónlistarskólans koma fram.