Nemendur í MA og VMA sem dvelja á heimavistinni hafa margir hverjir farið til síns heima vegna verkfalls framhaldsskólakennara sem nú stendur yfir. Við finnum vissulega fyrir áhrifum verkfallsins og margir íbúar eru farnir heim, segir Þóra Stefánsdóttir heimavistarstjóri. Það er nokkuð um að nemendur sem hafa verið í vinnu með námi taki sínar vaktir og fari svo heim til sín þess á milli."
Aðrir nemendur bíða átekta og vonast eftir að skólinn byrji sem fyrst. Það er að verða frekar tómlegt hérna en við vonum að allir nemendurnir skili sér aftur þegar skólarnirbyrja á ný," segir Þóra.
Bjarni Karlsson, formaður nemendafélags MA, segir samstöðu ríkja meðal nemenda skólans. Fólk hittist og lærir saman. Við reynum að halda okkar striki og fæstir sitja aðgerðarlausir heima. Þeir sem eru að útskrifast í vor mega alls ekki við því að slaka á í náminu. Við vonum að deilurnar fari að leysast, segir Bjarni.