Haustmóti Skákfélags Akureyrar Arionbankamótinu lauk um síðustu helgi. Keppendur voru alls tólf talsins og tefldu sjö umferðir eftir svissnesku kerfi. Mótið var venju fremur jafnt og tvísýnt og lauk með sigri Tómasar Veigars Sigurðarsonar, sem fékk 5.5 vinninga í sjö skákum. Sigurður Eiríksson, Sigurður Arnarson og Smári Ólafsson hlutu fimm vinninga.
Í síðustu umferð leit um tíma út fyrir að fjórir keppendur yrðu efstir og jafnir, uns Tómas náði að knýja fram vinning í skák sinni við Sveinbjörn Sigurðsson. Þess má geta að tvennir feðgar tóku þátt í baráttunni um meistaratitil félagsins í þetta sinn og urðu synirnir föðurbetrungar í báðum tilvikum, Tómas fyrir ofan Sigurð Eiríksson og Smári fyrir ofan Ólaf Kristjánsson, sem nýlega var kjörinn heiðursfélagi Skákfélagsins.Ólafur hefur verið í forystusveit akureyrskra skákmanna í yfir hálfa öld.
Opið hús verður hjá félaginu á fimmtudagskvöld, næsta sunnudag verður svo hausthraðskákmót. Þar verður teflt um meistaratitil félagsins í hraðskák. Taflið hefst kl. 13 í Skákheimilinu í Íþróttahöllinni og er öllum heimil þátttaka.
Mér finnst danir svolítið heppnir að eiga í málvenju sinni möguleika á að segja annað hvort god jul eða glædileg jul. Ég hef oft hugsað þetta þegar ég er að kasta kveðju á nýja syrgjendur rétt fyrir jólahátíðina. Það virkar frekar öfugsnúið og nánast tillitslaust að segja við ungu konuna sem er nýorðin ekkja,,gleðileg jól” en að segja eigðu góð jól er hins vegar allt annað.
Arnar Guðmundsson ólst upp í Árhvammi í Öxnadal með foreldrum sínum og sex systkinum. Hann flutti síðar til Akureyrar um 16 ára aldur og bjó þar þangað til hann var um 27 ára. Þá færði hann sig austur á land með fjölskyldu sinni og settist að í Neskaupstað. Arnar býr þar með eiginkonu sinni, Ingibjörgu Þórðardóttur og eiga þau saman tvö uppkomin börn sem einnig búa í Neskaupstað. Arnar starfar þar sem kennari við Verkmenntaskóla Austurlands. Hann rifjar hér upp gamlar minningar úr sveitinni um hátíðirnar.
Elísu Kristinsdóttir þarf vart að kynna fyrir hlaupaáhugafólki en hún er einn fremsti utanvegahlaupari landsins. Í sumar sigraði hún meðal annars Akrafjall Ultra og Mt. Esja half marathon. Þá sigraði hún 100 km Gyðjuna í Súlur Vertical og um leið setti hún nýtt brautarmet. Í framhaldinu af því keppti hún á Heimsmeistaramótinu í fjallahlaupum þar sem hún hafnaði í 9. sæti.
Elínborg Snorradóttir, alltaf kölluð Lóa, er 86 ára Akureyringur sem hefur verið búsett fyrir vestan síðan 1958. Lóa ákvað að koma eitt sumar vestur að Mjólká við Arnarfjörð þar sem faðir hennar starfaði, þetta átti bara að vera eitt sumar. Þar kynnist hún Bergsveini Gíslasyni og þau byrjuðu fljótlega að búa og settust síðan að Mýrum í Dýrafirði árið 1961. Þar bjuggu þau í 61 ár eða þar til árið 2022 þegar Bersveinn lést. Þá flutti Lóa á elliheimilið Hlíf á Ísafirði og þar unir hún sér vel.
Akureyringar verja 7,68% af sínum ráðstöfunartekjum í jólagjafir, meðan íbúar í Norðurþingi verja aðeins stærri hluta sinna tekna í að gleðja náunga sinn eða 7,83%.
Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi frá sér viðvörun til okkar sem hér búum vegna hvassveðurs sem búast má við að skelli á hér á okkar slóðum eftir sólarhring og ef spár rætast mun veðrið ekki ganga niður fyrr en um miðjan jóladag!
Eða eins og segir í áðurnefndri viðvörun: