04. febrúar, 2010 - 11:51
Fréttir
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu kjörstjórnar Akureyrar vegna komandi
þjóðaratkvæðagreiðslu þann 6. mars nk. um Icesave málið. Þar kemur fram tillaga kjörstjórnar um að Akureyrarkaupstað
verði skipt í tólf kjördeildir tíu verði á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey.
Á Akureyri verði kjörstaður í Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Hrísey verði kjörstaður í Grunnskólanum í
Hrísey og í Grímsey verði kjörstaður í félagsheimilinu Múla. Einnig leggur kjörstjórnin til að kjörfundur standi frá
kl. 09:00 til kl. 22:00 á Akureyri, en frá kl. 10:00 til kl. 18:00 í Hrísey og í Grímsey.