Tóbakssmyglarar dæmdir

Þrír menn hafa í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til að smygla miklu magni af sígarettum inn í landið en góssið kom á land á Raufarhöfn. Einn mannanna tók við 10 kössum sem innihéldu 500 karton af sígarettum við skipshlið á Raufarhöfn en um var að ræða rússneskan togara. Maðurinn ók síðan í burtu og var stöðvaður síðar á Tjörnesi. Í hinu tilfellinu var um tvo menn að ræða með um 550 karton af sígarettum sem einnig náðust. Allir fengu mennirnir 45 daga fangelsisdóm skilorðsbundinn til tveggja ára og hverjum þeirra var gert að greiða 300 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs.

Nýjast