Tjón upp á eina og hálfa milljón

Akureyri
Akureyri

Á rúmlega einum mánuði hafa nítján rúður í strætóskýlum víðs vegar um Akureyri verið brotnar. Hver rúða kostar á bilinu 60-70 þúsund með uppsetningu og er tjónið komið upp í eina og hálfa milljón króna. Ekki hefur tekist að finna þá aðila sem unnið hafa skemmdirnar á strætóskýlunum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir lögreglunnar á Akureyri. Lýst hefur verið eftir vitnum en engar vísbendingar hafa borist. Gunnar Jóhannsson, rannsóknarfulltrúi á Akureyri, segir að flest bendi til þess að um fleiri einn hóp af skemmdarvörgum sé að ræða en nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.

-þev

Nýjast