Tjaldsvæðið, freistingin stóra

Jón Hjaltason.
Jón Hjaltason.

Ég gladdist þegar ég heyrði að bæjarstjórnin okkar hygðist ganga sem einn maður í það verk að bæta hag okkar bæjarbúa. Ég sé heldur ekki betur en að stefnumiðin séu góð. Þar er meðal annars að finna fyrirheit um að efla íbúasamráð og loforð um íbúakosningu vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Oddeyri.

Í þessu ljósi set ég traust mitt á að tjaldsvæðið við Þórunnarstræti verði ekki gert að „þéttingarsvæði“ að okkur Akureyringum fornspurðum. Ég veit að það verður stór freisting að afla fjár í kassann með sölu byggingarlóða á tjaldsvæðinu en ég er líka handviss um að eftir 100 ár munu afkomendur okkar verða afskaplega þakklátir fyrir að eiga sinn Central Park, Hyde Park eða Tiergarten á gamla tjaldsvæðinu fremur en þéttan húsa-klasa.

Hugleiðum málið, hugsum í öldum en ekki dögum og vikum.

Að svo búnu óska ég bæjarfulltrúum okkar alls góðs í því erfiða verkefni sem þeir eiga fyrir höndum.

-Jón Hjaltason

 

 

 


Athugasemdir

Nýjast