Tjaldsvæði á þremur stöðum um verslunarmannahelgina

Boðið verður upp á sérstakt tjaldsvæði á Þórsvellinum fyrir ungt fólk um verslunarmannahelgina, þ.e. svæði fyrir þá sem vilja vaka lengur en gengur og gerist með fjölskyldufólk. Tjaldsvæðin að Hömrum og við Þórunnarstræti verða hins vegar ætluð fjölskyldufólki. 

Á Þórssvæðinu verður mun öflugri gæsla en annars staðar og allur aðbúnaður miðaður við að þar verði fólk sem komið sé til að skemmta sér fram á nótt. Þessi lausn hefur áður þekkst á verslunarmannahelgum á Akuryeri og hafa verið skiptar skoðanir um ástand og umgengni á þessum sérstöku unglingatjaldsvæðum.

Tjaldsvæðin á Hömrum og Þórunnarstræti verða ætluð fjölskyldufólki um og aldurstakmarkið því 18 ár. Íþróttafélagið Þór mun að auki sjá um rekstur á þriðja tjaldsvæðinu sem ætlað verður fyrir þá sem vilja vaka lengur, þar verður mikil gæsla og strangar reglur, segir Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdarstjóri Akureyrarstofu. Því tjaldsvæði hefur hins vegar enn ekki verið fundinn endanlegur staður.

Nýjast