Tíu þátttökukórar - alls um 300 söngvarar

Heildarfjöldi þátttakenda sem taka mun þátt í kórastefnu við Mývatn um næstu helgi verður um 350 manns og þar af eru um 300 söngvarar. Kórar sem taka þátt eru Söngsveitin Fílharmónía, Kór Hjallakirkju, Kór Neskirkju, Kór Egilsstaðakirkju, Kór Blönduóskirkju,Kammerkór Tónlistarháskólans í Bremen, Kvennakór Reykjavíkur, Kvennakór Hafnarfjarðar, Vestfirsku Valkyrjurnar, Ísafirði og Kvennakór við Háskóla Íslands.  Segja má að  "unglingalandsliðið" í sögn sjái um einsöngshlutverkin.  Þetta eru ungir söngvarar sem eru ýmist að ljúka námi við erlenda tónlistarháskóla, eru nýbúnir eða nýbyrjaðir! Verður án efa glæsilegt og gaman að heyra þau syngja ljúfa tónlist Schuberts, sem verður með fyrstu stórverkefnum þeirra hér heima.
Herdís Anna Jónasdóttir, sópran, Sólveig Samúelsdóttir, alt, Benedikt Kristjánsson, tenór, Jón Svavar Jósefsson, bassi.
Helstu verkefni á dagskránni eru: Franz Schubert: Messa í As-dúr, þýsk og frönsk kvennakóratónlist, íslensk og erlend kórtónlist.
Þá má nefna að  Kammerkór Tónlistarháskólans í Bremen mun taka þátt í hátíðinni en sá kór hefur tvívegis unnið til verðlauna í þýskum kórakeppnum, 1. og 2. verðlaun.

Dagskrá Kórastefnu við Mývatn 4.-7. Júní 2009

4. júní.
kl. 20.30 Félagsheimilið Skjólbrekka:
Opnunartónleikar. fimm þátttökukórar kórar syngja eigin dagskrá.
Kl. 23.00 Miðnætursöngur allra kóra í Jarðböðunum við Mývatn.

5. júní.
kl. 09.30- 17.30  Íþróttahúsið í Reykjahlíð; æfingar blandaðra kóra og einsöngvara. Messa í As dúr eftir F. Schubert. Stjórnandi: Guðmundur Óli Gunnarsson.
kl. 09.30 - 17.30  Félagsheimilið Skjólbrekka: "Workshop", æfingar á þýskri og franskri kvennakóratónlist. Stjórnandi: Friederike Woebcken, prófessor við Tónlistarháskólann í Bremen.
Kl. 18.00 Grillveisla við Grunnskólann.
kl. 20.30 Hallarflöt í Dimmuborgum: Kórtónleikar. Allir þátttökukórar syngja stutta dagskrá.

6. júní.
kl. 09.30-17.00 Íþróttahúsið í Reykjahlíð og félagsheimilið Skjólbrekka; æfingar kóra,  einsöngvara og hljómsveitar.
Hátíðarkvöldverður þátttakenda, að eigin vali,  á veitingahúsum sveitarinnar.

7. Júní.
kl. 09.30 Lokaæfing og Hátíðartónleikar kl. 15.00 í Íþróttahúsinu í Reykjahlíð. Kveðjuskál þátttakenda að afloknum tónleikum.
Lok Kórastefnu um kl. 18.00.

Nýjast