Bæjarstjórinn á Akureyri, Sigrún Björk Jakobsdóttir, skrifaði í dag undir uppbyggingar- og framkvæmdasamninga við Íþróttafélagið Þór og Knattspyrnufélag Akureyrar. Í samningi Akureyrarbæjar við Þór kemur einnig fram að unnið verður að uppbyggingu frjálsíþróttaaðstöðu á félagssvæði Þórs fyrir Landsmót UMFÍ sem haldið verður á Akureyri sumarið 2009.Í samningnum við Þór kemur fram að Akureyrarbær muni kosta og sjá um eftirfarandi framkvæmdir á félagssvæði Þórs á samningstímanum eða frá 2007-2012:
Æfingasvæði við Sunnuhlíð og við norðanverðan Bogann Frjálsíþróttaaðstöðu sem uppfylli kröfur sem gerðar eru til mótshaldara á Landsmóti UMFÍ Keppnisvöll í fótbolta (grasvöll) ásamt búnaði Stúkumannvirki sem uppfyllir kröfur leyfishandbókar KSÍ Lagfæringar á Hamri, félagsheimili Þórs
Áætlaður heildarkostnaður þessara framkvæmda er 331,5 milljónir en þar af mun uppbygging frjálsíþróttaaðstöðu fyrir Landsmót UMFÍ kosta um 150 milljónir. Samstarfshópur Þórs og Akureyrarbæjar mun fara yfir reynsluna af grasknattspyrnuvelli á svæðinu eftir þriggja ára notkun. Ef sameiginleg niðurstaða þessara aðila er sú að náttúrulegt gras henti ekki á keppnisvöll félagsins mun Akureyrarbær taka upp viðræður við Þór um hvort setja skuli gervigras á völlinn. Sammælist samningsaðilar hins vegar um að náttúrulegt gras henti á vellinum, mun Akureyrarbær setja upp flóðlýsingu við hann.
Í samningnum við KA kemur fram að Akureyrarbær muni kosta og sjá um eftirfarandi framkvæmdir á félagssvæði KA:
Áætlaður heildarkostnaður þessara framkvæmda er 171 milljón króna. Akureyrarbær mun einnig reisa stúkubyggingu sem fullnægir kröfum leyfishandbókar KSÍ við keppnisvöll KA á árunum 2011-2012.