Tímabundnar breytingar á innkaupareglum Akureyrarbæjar

Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í morgun, breytingu til bráðabirgða, á 22. grein í innkaupareglum Akureryarbæjar og vísar reglunum til  afgreiðslu bæjarstjórnar. Bæjarlögmaður, Inga Þöll Þórgnýsdóttir og hagsýslustjóri, Jón Bragi Gunnarsson, lögðu til að 22. gr. í núgildandi innkaupareglum falli niður en þess í stað komi ákvæði til bráðabirgða meðan rekstarumhverfi fyrirtækja er örðugt.

 

Grein 22 í innkaupareglum Akureyrarbæjar er svohljóðandi:

Fjárhagsstaða bjóðenda/viðsemjenda

Óheimilt að gera samning við þann sem eftirfarandi á við:

1. Sætir nauðasamningum eða er undir gjaldþrotaskiptum.
2. Er í vanskilum með opinber gjöld.
3. Er í vanskilum með eigin lífeyrissjóðsiðgjöld eða iðgjöld til lífeyrissjóðs og stéttarfélaga vegna starfsmanna sinna, þ.m.t stéttafélagsgjald og sjúkra- og orlofssjóðsgjald.

Þegar áætluð samningsfjárhæð, vegna verk - og þjónustusamninga, er 16 mkr. eða hærri er óheimilt að gera samning við aðila, ef ársreikningur sýnir neikvæða eiginfjárstöðu, enda liggi frekari skýringar ekki fyrir. Sé þess krafist er tilboðsgjafa skylt að sýna fram á regluleg bankaviðskipti og/eða tryggingu vegna samningsefnda. Þá er heimilt að gera kröfur um jákvæða eiginfjárstöðu tilboðsgjafa í forvölum og lokuðum útboðum þótt samningsfjárhæð sé lægri en að framan greinir.

Óheimilt er að greiða viðsemjanda vegna verks eða þjónustu fyrr en fullnægjandi samningsefndatrygging liggur fyrir og samningur er frágenginn.

Geti bjóðandi ekki sýnt fram á þrjá ársreikninga er heimilt að kanna viðskiptasögu eigenda. Leiði sú könnun í ljós að eigandi eða fyrirtæki hans hafi lent í   greiðslu- eða gjaldþroti sbr. 28. gr. laga um opinber innkaup, sl. fimm ár (gjaldþrot, nauðasamninga, greiðslustöðvun ofl.) ber að vísa bjóðanda frá, enda eigi í hlut sams konar rekstrareining, með sömu eða nær sömu eigendur, í sömu eða nær sömu atvinnustarfsemi, en með nýja kennitölu.

Nýjast