Tillögur um tímafresti og dagsektir vegna byggingaframkvæmda

Á fundi skipulagsnefndar Akureyrar í gær, voru lögð fram bréf frá skipulagsstjóra, ásamt afritum af bréfum hans til eigenda byggingaframkvæmda á lóðum við fimm götur í Naustahverfi. Í bréfunum eru gerðar tillögur um tímafresti og beitingu dagsekta vegna öryggisráðstafana á lóðunum.  

Skipulagsnefnd samþykkti tillögur skipulagsstjóra og leggur nefndin til við bæjarráð að þær verði samþykktar. Umræddar byggingaframkvæmdir eru á lóðum númer 49-53 og 55-59 við Kjarnagötu, Skálatún 25-27, Ljómatún 3 og 5, Stekkjartún 26, 28, 30 og 32-34 og Hólatún 7.

Nýjast