Á síðasta fundi stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar lagði Hjörleifur Hallgríms Herbertsson L-lista fram tillögu um að aðgengi áhorfenda að Akureyrarvelli verði malbikað. Um er að ræða gönguleiðina frá hliði vallarins og upp að stúkunni. Tillagan er felld með 2 atkvæðum gegn atkvæði Hjörleifs. Oddur Helgi Halldórsson og Sigríður María Hammer frá L-lista greiddu atkvæði á móti en Njáll Trausti Friðbertsson D-lista og Sigfús Arnar Karlsson B-lista sátu hjá við afgreiðslu málsins. Samkvæmt því sem Vikudagur kemst næst hafa KA-menn meiri áhyggjur af því að ekki skuli vera ráðist í að tyrfa svæðið fyrir aftan suðurmark vallarins.