Tillaga um byggingu dreifistöðvar grenndarkynnt á ný

Norðurorka hefur sótt um 4m x 7m stóra lóð fyrir dreifistöð sunnan Undirhlíðar á Akureyri. Erindið var grenndarkynnt í desember sl. og bárust tvær athugasemdir. Skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum í vikunni að fela skipulagsstjóra að grenndarkynna tillöguna að nýju fyrir íbúum við Stórholt jafnframt því að halda kynningarfund með íbúum og Norðurorku.  

Í fyrri athugasemdinni er því mótmælt að reist verði spennistöð á þessum stað. Í hinni athugasemdinni var lagður fram undirskriftalisti með 41 undirskrift, þar sem fram kemur að íbúar í Stórholti telja sig ekki geta tekið efnislega afstöðu með eða á móti tillögunni án skýringa. Farið var fram á nýja grenndarkynningu sem nær til allra íbúa Stórholts þar sem fyrirhuguð breyting varði hagsmuni allra íbúa og fasteignaeigenda í Stórholti. Haldið er fram að rafsegulsvið getur haft áhrif á heilsu og líðan fólks.

Nýjast