Tilkynning frá lögreglu

Undanfarnar vikur hefur borið talsvert á því að óprúttnir aðilar hafa verið að fara inn í geymslur í sameignum fjölbýlishúsa á Akureyri. Sumar þeirra hafa verið ólæstar en aðrar læstar og hefur ýmsum verðmætum verið stolið í þessum geymslum. Bendum við íbúum fjölbýlishúsa að huga að því hvernig gengið er um sameignir húsanna, hvort að útidyrahurðir séu ávalt læstar og að hleypa ekki öllum inn í sameignina sem eiga kannski ekkert erindi þangað.

Nýjast