Til heiðurs Genesis

Hátveiro Genesis
Hátveiro Genesis

Hljómsveitin Hátveiro Genesis  heldur heiðurstónleika  á Græna hattinum í kvöld. Hátveiro er skipuð valinkunnu íslensku og erlendu tón- listarfólki sem komið hefur víða við í tónlistinni. Undanfarna mánuði hefur Hátveiro flutt helstu meistaraverk hljómsveitarinnar Genesis á ýmsum uppákomum. Á tónleikunum verða helstu meistaraverk Genesis flutt og má búast við að heyra lög á borð við Land of Confusion, Mama, Firth of Fifth, The Lamb Lies Down on Broadway og In the Cage.

Hátveiro skipa þau Arnar Sebastian Gunnarsson, söngur, Árni Steingrímsson, gítar, Bjarni Þór, söngur, Björn Erlingsson, bassi Don Eddy, þverflauta, saxófónn, gítar og hljómborð, Jósep Gíslason, píanó og hljómborð, Nathalie Eva Gunnarsdóttir, söngur og Sigurður Guðni Karlsson, trommur og slagverk Tónleikarnir hefjast kl. 22.00.

Nýjast